Hoppa yfir valmynd
Úrskurðir og álit á sviði samgöngu- og sveitarstjórnarmála frá 1996 til 1. janúar 2011

Rípurhreppur - Viðbrögð hreppsnefndar við áliti ráðuneytisins um auglýsingu hreppsnefndarfunda

Leifur H. Þórarinsson                                           13. júní 1997                                                      97020029

Keldudal, Rípurhreppi                                                                                                                                1001

551 Sauðárkrókur

 

 

 

 

 

             Vísað er til símtals yðar við ráðuneytið þann 15. apríl 1997, þar sem kvartað er yfir að hreppsnefnd Rípurhrepps hafi ekki farið eftir áliti ráðuneytisins frá 5. mars 1997.

 

             Ráðuneytið ritaði hreppsnefnd Rípurhrepps bréf, dagsett 5. maí 1997, þar sem óskað var eftir upplýsingum um hvað hreppsnefnd og oddviti hafi framkvæmt í málinu eftir að álit ráðuneytisins lá fyrir.

 

             Oddviti Rípurhrepps hafði samband við ráðuneytið símleiðis þann 21. maí 1997. Tók hann fram að allir fundir hreppsnefndar hafi verið auglýstir á félagsheimili hreppsins síðan álit ráðuneytisins lá fyrir. Ekki tíðkist almennt að senda dreifibréf inn á öll heimili nema í einstaka tilvikum.

 

             Um lagarök fyrir skyldu sveitarstjórna til að auglýsa fundi sína og önnur atvik máls þessa vísast til álits ráðuneytisins frá 5. mars 1997.

 

             Ráðuneytið telur að hreppsnefnd Rípurhrepps hafi ekki brotið ákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 8/1986 með því að auglýsa fundina á félagsheimili hreppsins. ­msar opinberar tilkynningar í sveitarfélaginu eru birtar á þann hátt.

 

             Hins vegar telur ráðuneytið rétt að beina þeim tilmælum til hreppsnefndar Rípurhrepps að hún skoði hvort ekki sé rétt að verða við beiðni tiltekinna íbúa sveitarfélagsins um að þeir fái sendar heim slíkar upplýsingar á sama hátt og ýmsar aðrar tilkynningar frá sveitarfélaginu.

 

F. h. r.

 

Sigríður Lillý Baldursdóttir (sign.)

Sesselja Árnadóttir (sign.)

 

 

 

 

Ljósrit:  Hreppsnefnd Rípurhrepps.

 

 




Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum